Niðurstöður Náttúrufræðistofnunar benda til að rjúpa hafi verið ofveidd í nágrenni höfuðborgarinnar.
Niðurstöður Náttúrufræðistofnunar benda til að rjúpa hafi verið ofveidd í nágrenni höfuðborgarinnar.
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN telur að rannsóknir á vetrarafföllum rjúpna á friðuðu svæði umhverfis höfuðborgina sýni að rjúpan hafi verið ofveidd á þessu svæði. Af hverjum 100 rjúpum sem voru á lífi í upphafi rjúpnaveiðitíma, 15.

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN telur að rannsóknir á vetrarafföllum rjúpna á friðuðu svæði umhverfis höfuðborgina sýni að rjúpan hafi verið ofveidd á þessu svæði. Af hverjum 100 rjúpum sem voru á lífi í upphafi rjúpnaveiðitíma, 15. október í fyrra, voru 60 enn á lífi 24. desember sl. en það ár var rjúpa friðuð fyrir skotveiði á 730 ferkílómetra svæði umhverfis höfuðborgina.

Meðan veiðarnar voru heimilaðar voru aðeins 26 rjúpur á lífi 24. desember af hverjum 100 sem voru á lífi í upphafi veiðitímans. Aðeins einn radíómerktur fugl var skotinn á svæðinu sl. haust sem bendir til þess að friðunin hafi að mestu verið virt. Rannsóknir Náttúrufræðistofnunar undanfarin ár hafa bent til þess að rjúpa væri ofveidd í nágrenni Reykjavíkur. Haustið 1999 ákvað umhverfisráðherra að friða rjúpu fyrir skotveiði á þessu svæði í þrjú ár. Niðurstöður Náttúrufræðistofnunar sýna að skotveiðar voru langalgengasta dánarorsök rjúpu á tímabilinu 15. október til 24. desember meðan veiðar voru heimilaðar, eða 67%, en afföll af völdum rándýra 31%. Þegar búið var að banna veiðar voru afföll af völdum rándýra langþýðingarmest, eða 83%.