Í TILEFNI af 75 ára afmæli skátastarfs í Hafnarfirði blása skátakórarnir í Hafnarfirði og Reykjavík til sameiginlegra tónleika á morgun, fimmtudag, kl. 20.30 í Skátamiðstöðinni Hraunbyrgi í Hafnarfirði.

Í TILEFNI af 75 ára afmæli skátastarfs í Hafnarfirði blása skátakórarnir í Hafnarfirði og Reykjavík til sameiginlegra tónleika á morgun, fimmtudag, kl. 20.30 í Skátamiðstöðinni Hraunbyrgi í Hafnarfirði. Á efnisskrá eru létt lög með alþjóðlegu yfirbragði, allt frá afrískum lögum til bandarískrar jasssveiflu í bland við þjóðlega íslenska stemmningu og nokkur skátalög.

Kórstjórar eru þau Örn Arnarson og Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir. Fríður flokkur hljóðfæraleikara fylgir kórunum en þann flokk skipa þau Örn Arnarson, gítar & banjó, Ásta Bjarney Elíasdóttir, fiðla, Eðvald Djembe Stefánsson, slagverk, Hreiðar Sigurjónsson, gítar, Rúnar Rót Brynjólfsson á statíf og Guðmundur Pálsson, kontrabassa.

Kórarnir eru nýkomnir úr tónleikaferð um Norðurland þar sem þeir komu fram á Dalvík og á Akureyri. Aðgangseyrir er 500 kr., frítt fyrir börn.