VERÐ á fiski er sá þáttur, sem ræður hvað mestu um það í hve miklum mæli hann er keyptur og etinn.
VERÐ á fiski er sá þáttur, sem ræður hvað mestu um það í hve miklum mæli hann er keyptur og etinn. Enginn efast um hollustu fisks, en þegar verð á honum er orðið mun eða jafnvel miklu hærra en á öðrum matvælum eins og kjúklingum til dæmis, dregur úr neyzlunni. Verð á frystum sjávarafurðum í Bretlandi síðustu 5 árin hefur sveiflazt mikið og sömu sögu er að segja af því magni, sem selt hefur verið. Mesta sveiflan kemur til vegna kúafársins 1996, en þá jókst fiskneyzla á kostnað nautakjötsins. Það er athyglivert að magn og verð fylgist að miklu leyti að þar til um mitt ár 1998. Þá hækkar verðið með tilheyrandi fráhvarfi neytenda frá fiskátinu, enda er fólk þá farið að borða nautakjötið á ný. Minna magn á markaðnum stafar að mestu af minna framboði og hækkandi verði af þeim sökum.