MIKILL fjöldi frystitogara stundar nú veiðar á búrfiski á Indlandshafi. Þarna hafa fundizt ný mið að mestu á alþjóðlegu hafsvæði og er aflinn allt að 100 tonnum á dag.
MIKILL fjöldi frystitogara stundar nú veiðar á búrfiski á Indlandshafi. Þarna hafa fundizt ný mið að mestu á alþjóðlegu hafsvæði og er aflinn allt að 100 tonnum á dag. Skip frá Namibíu, Nýja Sjálandi, Suður-Afríku og Ástralíu eru á miðunum og fleiri skip er á leiðinni. Meðal skipa sem eru að þessum veiðum eru Austral Leader og San Liberatore, sem áður var í eigu Seaflower í Namibíu.