BANDARÍSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu vann auðveldan sigur á alþjóðlegu móti í Portland sem lauk í fyrrinótt og bætti tveimur sigurleikjum og 12 mörkum í safnið.
BANDARÍSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu vann auðveldan sigur á alþjóðlegu móti í Portland sem lauk í fyrrinótt og bætti tveimur sigurleikjum og 12 mörkum í safnið. Fyrst burstuðu heimsmeistararnir lið Mexíkó, 8:0, og unnu síðan Kanada, 4:0, í úrslitaleiknum. Kanadísku stúlkunum tókst reyndar að halda marki sínu hreinu í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoruðu Julie Foudy, Cindy Parlow, Tiffeny Milbrett og Christie Welsh. Þessi úrslit eru uppreisn æru fyrir bandaríska liðið eftir markalausa jafnteflið gegn Íslandi í Charlotte í síðasta mánuði.