GARÐBÆINGAR munu fá klukku í turninn á Ráðhúsinu við Garðatorg á næstu vikum. Að sögn Guðjóns E. Friðrikssonar bæjarritara er stefnt að því að hefja framkvæmdir fljótlega.

GARÐBÆINGAR munu fá klukku í turninn á Ráðhúsinu við Garðatorg á næstu vikum. Að sögn Guðjóns E. Friðrikssonar bæjarritara er stefnt að því að hefja framkvæmdir fljótlega.

Staðið verður þannig að verki að spíran á turni ráðhússins verður tekin ofan og hífð niður til þess að koma fyrir í henni klukkuverki, skífu og lýsingu. Síðan verður spíran hífð á sinn stað og mun þá sýna bæjarbúum hvað tímanum líður þar sem hún gnæfir yfir bæinn.

Í fundargerðum þar sem gerð var grein fyrir samþykktum bæjarráðs um gerð klukkunnar kom fram að kostnaður væri áætlaður 4,5 m.kr.