[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÞAÐ má með sanni segja að mikil danshátíð hafi verið haldin í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði um síðustu helgi. Það er Dansnefnd Í.S.Í. sem hefur veg og vanda að skipulagi þessarar hátíðar að venju, þ.e.a.s mótanefnd Dansnefndarinnar.

ÞAÐ má með sanni segja að mikil danshátíð hafi verið haldin í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði um síðustu helgi. Það er Dansnefnd Í.S.Í. sem hefur veg og vanda að skipulagi þessarar hátíðar að venju, þ.e.a.s mótanefnd Dansnefndarinnar. Í raun voru margar keppnir í gangi þessa helgi. Fyrst og fremst má þó nefna Íslandsmeistarakeppni í samkvæmisdönsum með grunnaðferð, eins var haldin bikarkeppni í dansi með frjálsri aðferð, keppni í gömlum dönsum, keppni í kúrekadönsum/línudönsum og síðast en ekki síst keppni í brakedansi/hnykkdansi. Keppt var bæði á laugardag og sunnudag og gekk keppnin ágætlega að sögn keppnisstjórans Eyþórs Árnasonar. Á laugardeginum varð þó nokkur röskun á dagskránni sem stafaði fyrst og fremst af því að keppendur sem höfðu skráð sig til keppni mættu ekki. "Að láta ekki vita af forföllum er ekkert annað en dónaskapur gagnvart þeim sem eru að vinna að skipulagi keppninnar. Í nútímaþjóðfélagi ætti ekki að vera erfitt að láta vita í tæka tíð ef um förföll er að ræða. Það er fjöldi manns sem kemur að skipulagi keppninnar og leggur á sig gífurlega mikla vinnu, sem ekkert er greitt fyrir. Svona framkoma er ekki líðandi öllu lengur, fólk sem er að vinna að þessu gefst bara upp!" sagði Eyþór að lokum. Sunnudagurinn gekk mun betur fyrir sig þó svo nokkuð hafi borið á því að keppendur mættu ekki til keppni.

Ánægð með keppnina

Í samtali við Morgunblaðið sagðist Kara Arngrímsdóttir danskennari, vera nokkuð ánægð með keppnina. Það hafi hinsvegar komið sér mjög illa hversu mikið dagskráin hafi farið úr skorðum, hún og sitt starfsfólk hafi verið búið að eyða miklum tíma í að undirbúa keppnina. "Það starf fór allt í vaskinn að ég tali nú ekki um álagið á keppendur," sagði Kara. Þrátt fyrir það var Kara ánægð með keppendur um helgina og sagði að þeir hafi verið í gríðarlega góðu formi og dansað mjög vel í alla staði.

Aðspurð um keppnina í K-flokkunum á laugardeginum, sem veitir Íslandsmeistaratitil, var hún mjög ánægð með dansinn sem hún sá þar og fylgja umsagnir hennar um hópana hér á eftir:

"Í flokki Börn I, K var keppt í suður-amerískum dönsum. Aðeins 1 par tók þátt í keppninni, þau Jökull Örlygsson og Denise Margrét Hannesdóttir og dönsuðu þau mjög vel. Það sama má segja um Rakel Sæmundsdóttur og Unni Tómasdóttur, sem voru eina parið, sem skráð var til leiks í flokki Ungmenna K. Þær dönsuðu einnig mjög vel. Það er erfitt að vera eina keppnisparið í riðli og aðdáunarvert að pörin haldi dampi, þegar það gerist aftur og aftur!

Í flokki Börn II, K var keppt í suður-amerískum dönsum. Haukur Freyr og Hanna Rún dönsuðu mjög vel og áttu sigurinn sannarlega skilið, þó svo að Björn Ingi og Ásta Björg hafi veitt þeim mjög harða keppni. Þessi hópur er mjög sterkur og þarna eru margir mjög efnilegir dansarar á ferðinni, sem verður forvitnilegt að fylgjast með í framtíðinni.

Unglingar I, K kepptu einnig í suður-amerískum dönsum. Þarna er á ferðinni mjög sterkur hópur, sem hefur verið mjög sterkur til fjölda ára. Það verður sérstaklega spennandi að fylgjast með þeim á næsta keppnisári, þar sem þau fara flest að keppa í dansi með frjálsri aðferð. Hópurinn dansaði allur ákaflega vel, þó svo enginn hafi velgt Þorleifi og Ástu undir uggum. Baldur Kári og Erna skiluðu sínu líka mjög vel og voru að dansa mun betur núna en á undanförnum mótum hér heima fyrir.

Hart barist í bikarkeppni

Fyrri hluti bikarkeppninnar í dansi með frjálsri aðferð fór einnig fram á laugardeginum og var hart tekist á um verðlaunasætin og hvergi gefið eftir að sögn Auðar Haraldsdóttur danskennara. Í þessum flokkum eru keppendur með mjög mikla keppnisreynslu, keppendur sem dansað hafa árum saman. Hér á eftir fylgir álit Auðar á þessum keppnisflokkum:

"Flokkur Unglingar 1 er yngsti flokkurinn sem keppir með frjálsri aðferð og alltaf spennandi að sjá ný pör keppa í þessum flokki. Í 1. sæti í suður-amerísku dönsunum á laugardaginn voru Jónatan Arnar og Hólmfríður. Mér fannst þau bera af á gólfinu og ég var ekki í nokkrum vafa um að þau myndu vinna. Þau geisluðu af dansgleði og það var sérstaklega gaman að horfa á þau. Ásgrímur Geir og Bryndís María komu gríðarlega sterk inn í þessa keppni. Að mínu mati er þarna að skila sér hluti af því sem ég sá gerast í Blackpool. Þeim fór fram með hverjum deginum sem leið og þetta virðist vera lokahnykkurinn í þessari miklu framför sem þau hafa sýnt að undanförnu. Þau lögðu greinilega allt í sölurnar!

Unglingar II kepptu í sígildum samkvæmisdönsum á laugardaginn og fóru Davíð Gill og Halldóra Sif með sigur af hólmi. Davíð Gill og Halldóra Sif eru þrautþjálfað par með mjög mikla keppnisreynslu. Þau eru jafnframt mjög góðir dansarar og sýndu það og sönnuðu á laugardaginn hvað í þeim býr. Í öðru sæti voru Agnar og Elín Dröfn, en þau eru búin að vera í mikilli uppsveiflu að undanförnu og er þetta sennilega þeirra besti árangur í vetur. Þeim hefur sérstaklega farið fram í hinum sígildu samkvæmisdönsum og áttu þau þetta sæti svo sannarlega skilið að mínu mati.

Flokkur Ungmenna er ávallt skemmtilegur og spennandi á að horfa og þar eru e.t.v. okkar sterkustu dansarar þar og í flokki áhugamanna. Í fyrsta sæti í suður-amerískum dönsum voru Ísak Nguyen og Helga Dögg. Allt sem þau gera er svo eðlilegt og fágað. Það er eins og þau hafi ekkert fyrir hlutunum. Þau voru sigurvegarar í mínum huga. Í öðru sæti voru Hannes Þór og Sigrún Ýr. Þau eru einungis búin að dansa saman í einn mánuð og voru hreint út sagt frábær. Þau passa svo vel saman og lofa svo sannarlega góðu á komandi keppnisárum. Það er eiginlega engu við þetta að bæta; þau voru frábær!

Keppnin í flokki áhugamanna var einnig spennandi og tvísýn, en þar keppa mörg paranna sem einnig keppa í flokki ungmenna. Sigurvegarar í þessum flokki voru systkinin Árni Þór og Erla Sóley Eyþórsbörn. Þau voru einstaklega kraftmikil að þessu sinni og gaman að sjá þennan mikla keppnisanda sem í þeim bjó. Það var greinilegt að þau voru komin til keppni með því hugarfari að vinna. Ísak og Helga Dögg voru svo í öðru sæti á eftir Árna og Erlu. Ég er nokkuð viss um að keppnin hefur verið tvísýn á köflum, en Árni og Erla hafi haft þetta á kraftinum og útgeisluninni sem þau sýndu.

Flokkur fullorðinna keppti í sígildum samkvæmisdönsum og er sorglegt hve fá pör taka þátt í þessum aldursflokki, því það er nokkuð víst að við eigum fullt af góðum danspörum sem eiga fyllilega heima í þessum flokki. Björn og Bergþóra sigruðu þrátt fyrir að Jón og Ragnhildur hafi veitt þeim mjög harða keppni. sagði Auður Haraldsdóttir að lokum.

Línudansarar komu víða að

Keppni í kúrekadönsum/línudönsum fór fram á laugardaginn og að sögn Jóhanns Arnar Ólafssonar danskennara var sú keppni mjög spennandi. Keppendur komu víða að og m.a. kom stærsti hópurinn alla leið frá Höfn í Hornafirði. Danshópurinn Hvellur sigraði í þessari spennandi keppni, með skemmtilegum dansi. Þessi hópur hefur keppt áður og unnið til fjölda verðlauna, t.d. á línudansakeppninni sem haldin var á Skagaströnd í fyrra.

Úrslit laugardagsins

Börn I B/D, latin:

1. Sandra R.Vignisd./Vera M. Kristbjargard. DG

2. Lilja Guðmundsd./Erna Norðdal DÍH

3. Sigrún S. Jónsd./Sara Kristjánsd. DG

4. Ragnheiður E. Þuríðard/Bergljót Pétursd. Ýr

Börn II B/D, standard:

1. Sigurður Brynjólfss./Áslaug E. Daníelsd. Hv

2. Kristján Kristjánss./Rakel Magnúsd. Hv

3. Oddný S. Davíðsd./Þórey Heiðarsd. DG

4. Þórhallur Dan/Jóhanna M. Sverrisd. Kv

Börn I B, latin:

1. Júlí H. Halldórss./Rakel S. Björnsd. DG

2. Sigurþór Björgvinss./Fríða M. Ágústsd. Hv

2.sæti(líka) Gísli B. Sigurðars./Hildur Sæmundsd. DG

4. Sigurður M.Atlason/Herdís B. Heiðarsd. Kv

5. Sigtryggur Haukss./Rakel B. Halldórsd. DG

6. Ingi R. Kristinss./Jóna K. Benediktsd. Hv.

7. Vigni Þ. Þórhallss./Sólrún D. Sigurðard. Kv.

Börn I B, standard:

1. Júlí H. Halldórss./Rakel S. Björnsd. DG

2. Ingi R. Kristinss./Jóna K. Benediktsd. Hv.

3. Sigtryggur Haukss./Rakel B. Halldórsd. DG

4. Gísli B. Sigurðars./Hildur Sæmundsd. DG

5. Sigurður P. Pálss./Hanna Ragnarsd. DG

6. Árni V. Bryndísars./Eyrún Stefánsd. DG

7. Sigurður M.Atlason/Herdís B. Heiðarsd. Kv

8. Sigurþór Björgvinss./Fríða M. Ágústsd. Hv

Unglingar I, B/D, standard:

1. Hildigunnur Steinþórsd./Gunnhildur H. Steinþórsd. DG

2. Marinó Sigurðss./Berta Gunnarsd. Hv.

3. Par númer 97

4. Guðrún L. Þorsteinsd./Helga V. Cosser DG

5. Hildur S: Pálmarsd./Tinna Gunnarsd. DG

Unglingar II, B, standard:

1. Margrét Kristjánsd./Sonja R. Sigurðard. DG

Áhugamenn, B, latin:

1. Karl Skarphéðinss./Kristín Harðard. DG

2. Sigurður Guðjðónss./Sigurlaug Benediktsd. Kv

3. Sveinbjörn Hjálmarss./Sóley H. Árnad. DG

4. Jóhannes H. Jónss./Agnes Benediktsd. Kv

5. Snorri Einarss./Hadda F. Reykdal Kv

6. Guðmundur V, Oddss./Anna B. Jónsd. DG

7. Magnús Konráðss./Sædís Sævarsd. DG

8. Ásgeir Thoroddsen/Þórdís K. Þorsteinsd. Kv.

Áhugamenn, B, standard:

1. Guðmundur V, Oddss./Anna B. Jónsd. DG

2. Karl Skarphéðinss./Kristín Harðard. DG

3. Sveinbjörn Hjálmarss./Sóley H. Árnad. DG

4. Magnús Konráðss./Sædís Sævarsd. DG

Ungmenni B/D, latin:

1. Andrés Andréss./Berglind Svansd. Ýr

2. Snjólaug Gunnarsd./Sunna K. Ingvarsd. DG

Unglingar II, A, standard:

1. Berglind Helgad./Nína K. Valdimarsd. DG

2. Steinunn Reynisd./Aðalheiður Svavarsd. Ýr

3. Sara B. Magnúsd./Birna R. Björnsd. KV

4. Valdimar E. Valdimarss./Svanhvít Sigurðard. Kv.

Áhugamenn, A, standard:

1. Jón B. Baldurss./Anna L. Reynisd. DG

Börn I, B/D, standard:

1. Lilja Guðmundsd./Erna Norðdal DÍH

2. Sandra R.Vignisd./Vera M. Kristbjargard. DG

3. Ragnheiður E. Þuríðard/Bergljót Pétursd. Ýr

Börn II, B, latin:

1. Sigurður Brynjólfss./Áslaug E. Daníelsd. Hv

2. Kristján Kristjánss./Rakel Magnúsd. Hv

3. Matthías Sigurðss./Sigrún Harðard. Ýr

4. Þórhallur Dan/Jóhanna M. Sverrisdóttir Kv

5. Jón I. Ragnarss./Rakel Ó. Gylfad. DG

Unglingar II, B, latin:

1. Elísabet Ýr Norðdahl/Birgitta Ásbjörnsd. DG

2. Sigrún Skaftad./Rut Ragnarsd. DG

Ungmenni B/D, latin.

1. Andrés Andréss./Berglind Svansd. Ýr

2. Snjólaug Gunnarsd/Sunna K. Ingvarsd. DG

Unglingar I B/D, latin:

1. Iðunn Jónasard./Rakel Pálsd. DG

2. Eva L. Guðmundsd./Lilja H. Helgad. DG

3. Erla D. Kristjánsd./Steina H. Aðalsteinsd. DG

4. Marinó Sigurðss./Berta Gunnarsd. Hv

5. Elín A. Gíslad./Kristín H. Gunnarsd. Ýr.

6. Mikael Schou/Helga B. Björnsd. DG

7. Eyrún H. Guðmundsd./Telma V. Jóhannesd. Ýr

Börn II, B/D, latin:

1. Edda B. Jónsd./Helga Haraldsd. DG

2. Íris D. Andrésd./Bryndís J. Hamilton DG

3. Svandís Ó. Símonard./Helga B. Bjarnad. Ýr

4. Álfrún E. Hallsd./Hrönn Hafliðad. DG

5. Erna A. Sigurgeirsd./Erla K. Antonsd. DG

6. Anna L. Arnþórsd./Linda D. Kjartansd. DG

Börn II, A/D, standard:

1. Valdimar Kristjánss./Rakel Guðmundsd. Hv.

2. Ingimar F. Marinóss./Alexandra Johansen DG

3. Ari F. Ásgeirss./Rósa J. Magnúsd. DÍH

4. Jón G. Guðmundss./Þórunn A. Ólafsd. Hv

5. Elín H. Jónsd./Sóley Sigmarsd. DG

6. Alexander Mateev/Olga E. Þórarinsd. DG

7. Haraldur Ö. Harðars./Helena Jónsd. Hv

Unglingar I D, latin:

1. Hildigunnur Steinþórsd./G. Helga Steinþórsd. DG

2. Kristín Ýr Sigurðard./Helga Reynisd. Ýr

3. Ólöf Á. Ólafsd./Stella I. Gunnarsd. Ýr

4. Salome T. Guðjónsd./Erna M. Sveinsd. Kv

5. Guðrún L. Þorsteinsd./Helga V. Cosser DG

6. Hjördís H. Jensd./Ásta R. Hafsteinsd. Kv

7. Hildur S. Pálmarsd./Tinna Gunnarsd. DG

Börn I, A, standard:

1. Sævar Þ. Sigfúss./Ragna B. Bernburg DG

2. Alex F. Gunnarss./Vala B. Birgisd. Hv.

3. Torfi Birningur/Telma Ólafsd. DG

4. Hörður Ö. Harðars./Guðrún Arnalds Hv.

5. Magnús A. Kjartanss./Helga Rúnarsd. Hv

6. Ólafur B. Tómass./Telma Ýr Arnarsd. Hv.

Börn I, A, latin:

1. Sævar Þ. Sigfúss./Ragna B. Bernburg DG

2. Ólafur B. Tómass./Telma Ýr Arnarsd. Hv

3. Jóhannes Hilmarss./Eydís Á. Þórðard. DG

4. Guðmundur Guðmundss./Ester N. Halldórsd. Hv

5. Torfi Birningur/Telma Ólafsd. DG

6. Magnús A. Kjartanss./Helga Rúnarsd. Hv

Unglingar I, A, latin:

1. Pétur Kristjánss./Hildur S. Hilmarsd. Hv

2. Steinar Ólafss./Ragnheiður Árnad. Ýr

3. Theodór Kjartanss./Thelma D. Ægisd. Ýr

4. Arnar P. Stefánss./María B. Baldursd. Ýr

5. Garðar Arnars./Halla Guðfinsd. Ýr

6. Arna J. Jónss./Alla R. Rúnarsd. DG

Unglingar I, K2, latin:

1. Ásgeir Erlendss./Hanna M Óskarsd. DG

2. Hagalín V. Guðmundss./Guðrún H. Sváfnisd. Kv.

Ungmenni K, latin:

1. Rakel Sæmundsd./Unnur Tómasd. DG

Börn II, K, latin:

1. Haukur F. Hafsteinss./Hanna R. Ólad. Hv

2. Björn I Pálss./Ásta B. Magnúsd. Kv.

3. Jón T. Guðmundss./Ingibjörg Sigurðard. Hv.

4. Fanna H. Rúnarss./Edda G. Gíslad. Hv.

5. Arnar D. Péturss./Gunnhildur Emilsd. DG

6. Jakob Þ. Grétarss./Anna B. Guðjónsd. Kv

7. Þorsteinn Þ Sigurðss./Nadine G. Hannesd. Kv

Börn I, K, latin

1. Jökull Örlygss/Denise M. Hannesd. Kv

Unglingar I, K, latin:

1. Þorleifur Einarss./Ásta Bjarnad. Dg

2. Baldur K. Eyjólfss./Erna Halldórsd. DG

3. Stefán Claessen/María Carrasco DG

4. Björn E. Björnss./Herdís H. Arnalds. DG

5. Ingolf D. Petersen/Laufey Karlsd. Hv

6. Elías Þ. Sigfúss./Ásrún Ágústsd. KV

7. Lárus Jóhannss./Anna K. Vilbergsd. Hv

8. Jón Þ. Jónss./Unnur K. Óladóttir Hv.

Bikarkeppni:

Ungmenni, latin:

1. Ísak H. Nguyen/Helga D. Helgad. Hv

2. Hannes Þ. Egilss./Sigrún Ýr Magnúsd. Hv

3. Gunnar H. Gunnarss./Ásta Sigvaldad. DG

4. Grétar A.Khan/Jóhanna B. Bernburg Kv

Unglingar I, latin:

1. Jónatan A. Örlygss./Hólmf. Björnsd. DG

2. Ásgrímur G: Logas./Bryndís M. Björnsd. DG

3. Friðrik Árnas./Sandra J. Bernburg DG

4. Arnar Georgss./Tinna R: Pétursd. DG

5. Baldur Þ. Emilss./Dagný Grímsd. DG

Unglingar II, standard:

1. Davíð G. Jónss./Halldóra S. Halldórsd. DG

2. Agnar Sigurðss./Elin D. Einarsd. DG

3. Davíð M. Steinarss./Sunneva S. Ólafsd. DG

4. Sigurður R. Arnarss./Sandra Espersen Hv

5. Björn V: Magnúss./Hjördís Ö. Ottósd. Kv

Áhugamenn, latin:

1. Árni Þ. Eyþórss./Erla S: Eyþórsd. Hv

2. Ísak H. Nguyen/Helga D Helgad. Hv

3. Hannes Þ. Egilss./Sigrún Ýr Magnúsd. Hv

4. Gunnar H. Gunnarss./Ásta Sigvaldad. DG

5. Gréta A. Khan/Jóhanna B: Bernburg Kv

6. Eðvarð Þ. Gíslas./Guðrún H. Hafsteinsd. Ýr

Fullorðnir, standard:

1. Björn Sveinss./Bergþóra M. Bergþórsd. DG

2. Jón Eiríkss,/Ragnhildur Sandholt DG

Jóhann Gunnar Arnarsson

Höf.: Jóhann Gunnar Arnarsson