KVENNALIÐ FH og Víkings í handknattleik fara í æfinga- og keppnisferð til Portúgals í næsta mánuði og þar með hefst undirbúningur liðanna fyrir næsta keppnistímabil. Liðin fara út 6. júní og munu dvelja í æfingabúðum í Algarve.
KVENNALIÐ FH og Víkings í handknattleik fara í æfinga- og keppnisferð til Portúgals í næsta mánuði og þar með hefst undirbúningur liðanna fyrir næsta keppnistímabil. Liðin fara út 6. júní og munu dvelja í æfingabúðum í Algarve. Þar taka þau þátt í móti ásamt tveimur portúgölskum liðum. Mikill uppgangur hefur verið í kvennahandknattleik hér á landi á síðustu misserum og þessi ferð íslensku félaganna og þátttaka nýkrýndra Íslandsmeistara ÍBV í Evrópukeppninni næsta haust, ber þess merki að mikill metnaður er hjá handknattleiksstúlkum.