Frá afhendingu Námu-styrkjanna. Á myndinni eru styrkþegar, fulltrúar styrkþega og aðstandendur Námu-styrkjanna. Frá vinstri: Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Kári Ragnarsson, Ágústa Þorkelsdóttir fyrir hönd Páls Þórðarsonar, Drífa Jón
Frá afhendingu Námu-styrkjanna. Á myndinni eru styrkþegar, fulltrúar styrkþega og aðstandendur Námu-styrkjanna. Frá vinstri: Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Kári Ragnarsson, Ágústa Þorkelsdóttir fyrir hönd Páls Þórðarsonar, Drífa Jón
ÁTTA námsmenn fengu afhenta styrki úr Námunni, námsmannaþjónustu Landsbanka Íslands, fimmtudaginn 4. maí sl. Upphæð hvers styrks er 175.000 kr. Allir námsmenn sem eru félagar í Námunni eiga rétt á að sækja um þessa styrki.

ÁTTA námsmenn fengu afhenta styrki úr Námunni, námsmannaþjónustu Landsbanka Íslands, fimmtudaginn 4. maí sl. Upphæð hvers styrks er 175.000 kr.

Allir námsmenn sem eru félagar í Námunni eiga rétt á að sækja um þessa styrki. Um 400 umsóknir bárust en félagar í Námunni eru um tíu þúsund.

Þeir sem hlutu Námu-styrkina að þessu sinni eru: Drífa Jónsdóttir, nemandi við þroskaþjálfaraskor Kennaraháskóla Íslands, Orri Gunnarsson, nemandi við umhverfis- og byggingaverkfræðiskor verkfræðideildar Háskóla Íslands, Kári Ragnarsson, stærðfræðinemi við Háskóla Íslands, Kristinn Jón Bjarnason, í tölvunarfræðinámi við Gallaudet University í Washington, Páll Þórðarson, í doktorsnámi í efnafræði við The University of Sydney í Ástralíu, Hrefna Fanney Matthíasdóttir, nemandi við Flugskóla Íslands, Sigurður Hannesson, nemandi á eðlisfræðibraut Menntaskólans á Akureyri og Jakob Ingimundarson, kvikmyndagerðarnemi við The London Internetional Film School.

Í dómnefndinni sem sá um val á styrkþegum voru: Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, Finnur Beck, fráfarandi formaður Stúdentaráðs, Björn Líndal, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs, Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs, og Kristín Rafnar starfsmannastjóri.