ÁKÆRUR ríkissaksóknara á hendur nítján sakborningum í stóra fíkniefnamálinu svonefnda voru þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Átján þeirra nítján sakborninga sem sæta ákæru mættu fyrir dómara en einn þeirra er erlendis.

ÁKÆRUR ríkissaksóknara á hendur nítján sakborningum í stóra fíkniefnamálinu svonefnda voru þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Átján þeirra nítján sakborninga sem sæta ákæru mættu fyrir dómara en einn þeirra er erlendis.

Ákært er fyrir innflutning á á þriðja hundrað kílóum af fíkniefnum frá Danmörku, Hollandi og Bandaríkjunum og gerðar kröfur um eignaupptöku hjá sakborningum að fjárhæð á fjórða hundrað milljónir króna, sem svarar til ávinnings af brotum þeirra samkvæmt ákæru. Einnig er gerð krafa um upptöku fíkniefna og ýmissa ólöglegra vopna sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Í því safni eru handjárn, rafstuðbyssa, haglabyssa og fleira.

Sakborningar gengust við að hafa átt hluta þeirra fíkniefna sem ákært er vegna og játaði einn þeirra að hafa flutt inn allt að 65 kíló af hassi sjóleiðina frá Kaupmannahöfn til Íslands.

Níu sakborningar sitja í gæsluvarðhaldi til 28. júní vegna meðferðar málsins.