Sýningarhópur tíu til tólf ára stúlkna sýndi djassdans, en þær hafa æft og dansað saman í nokkur ár.
Sýningarhópur tíu til tólf ára stúlkna sýndi djassdans, en þær hafa æft og dansað saman í nokkur ár.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
FJÖLDI nemenda úr dansskóla Birnu Björnsdóttur sýndi afrakstur vetrarins á sýningu í Háskólabíói um helgina.

FJÖLDI nemenda úr dansskóla Birnu Björnsdóttur sýndi afrakstur vetrarins á sýningu í Háskólabíói um helgina. Birna Björnsdóttir danskennari hefur um nokkurra ára skeið haldið dansnámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum fjögurra til sextán ára með aðstoð systur sinnar Guðfinnu og hafa námskeiðin tekið mið af aldri og áhuga nemenda.

Á sýningunni voru sýndir fjölbreyttir dansar, meðal annars djassdans, fönkdans, söngleikjadans, frístæl, hipp-hopp og barnadansar. Meðal þeirra sem komu fram var hópur stúlkna á aldrinum sex til níu ára sem sýndu djass-söngleikjadans við tónlist úr kvikmyndum Walts Disneys við mikla hrifningu áhorfenda. Einnig kom fram sýningarhópur tíu til tólf ára stúlkna sem sýndi afar líflegan djassdans, en hópur þessi hefur dansað saman í nokkur ár. Meðal þeirra sem sýndu einstaklingsdans var Ásta Hrund Guðmundsdóttir, ellefu ára, sem dansaði skemmtilegan frístæl-dans í sérstaklega skrautlegum búningi.