Sigurður Gunnarsson mun ekki þjálfa HK næsta vetur eins og til stóð, en félagið er að leita að nýjum þjálfara í hans stað.

Sigurður Gunnarsson mun ekki þjálfa HK næsta vetur eins og til stóð, en félagið er að leita að nýjum þjálfara í hans stað. Sigurður gerði fyrr í vor munnlegt samkomulag um að þjálfa félagið næstu þrjú árin, en ákvað að skoða aðstæður hjá Stavanger í Noregi eftir að félagið sýndi áhuga á að fá hann til þess að þjálfa það. Rögnvaldur Guðmundsson, formaður handknattleiksdeildar HK, sagðist ekki hafa heyrt í Sigurði persónulega frá því að hann fór til Noregs og að ákvörðun hefði verið tekin um að Sigurður mundi ekki þjálfa HK eins og ráð var fyrir gert.

Rögnvaldur sagði að félagið væri í óðaönn að leita að nýjum þjálfara og gerði sér vonir um að nýr þjálfari yrði fenginn til félagsins á næstu dögum.