SHEFFIELD Wednesday féll í gærkvöld úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið gerði jafntefli, 3:3, við Arsenal á Highbury í London.
SHEFFIELD Wednesday féll í gærkvöld úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið gerði jafntefli, 3:3, við Arsenal á Highbury í London. Wednesday varð að sigra til að eiga möguleika á að halda sér uppi, og réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur því Arsenal hafði unnið tólf leiki í röð og hefur tryggt sér sæti í meistaradeild Evrópu. En leikmenn Wednesday virtust ætla að knýja fram sigur því þeir leiddu, 3:1, þegar tólf mínútur voru eftir. Þá skoruðu Silvinho og Thierre Henry tvö glæsileg mörk á jafnmörgum mínútum og von Wednesday um að leika tíunda árið í röð í efstu deild varð að engu. Henry skoraði þarna í ellefta leik sínum í röð, tíu með Arsenal og einum með franska landsliðinu.