Á LISTA, sem nær til þeirra verka sem skráð eru hjá Bókasafnssjóði höfunda, útlána bóka fyrir árið 1999 frá almenningsbókasöfnum, Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, skólabókasöfnum og bókasöfnum á stofnunum, trónir efst á lista íslenskra...

Á LISTA, sem nær til þeirra verka sem skráð eru hjá Bókasafnssjóði höfunda, útlána bóka fyrir árið 1999 frá almenningsbókasöfnum, Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, skólabókasöfnum og bókasöfnum á stofnunum, trónir efst á lista íslenskra skáldverka bók Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins. Þá kemur bók Böðvars Guðmundssonar, Híbýli vindanna og er bók eftir Böðvar einnig í 3. sæti, Lífsins tré. Mávahlátur Kristínar Marju Baldursóttur í 4. sæti, Norðurljós Einars Kárasonar í 5. sæti, Fótspor á himnum eftir Einar Má Guðmundsson er í 6. sæti. Nóttin hefur þúsund augu eftir Árna Þórarinsson er í 7. sæti. Bók Birgittu H. Halldórsdóttur, Renus í hjarta er í 8. sæti. Hraunfólkið eftir Björn Th. Björnsson í 9. sæti og í því 10 er bók Arnaldar Indriðasonar, Dauðarósir.

Í flokki ljóða er efst á lista bók Matthíasar Johannessen Árstíðarferð um innri mann. Í 2. sæti bók Einars Más Guðmundssonar, Er nokkur í kórónafötum hér inni? 3. sæti: Ljóðmæli 1978-1998 eftir Hallgrím Helgason. 4. sæti Kvæðabók eftir Hannes Pétursson. Þorpið eftir Jón úr Vör er í 5. sæti. Ljóðasafn eftir Jóhannes úr Kötlum er í 6. sæti. Í því 7. er bók Þórarins Eldjárns Kvæði. Myrkar fígúrur eftir Sjón er í 8. sæti. Gyrðir Elíasson á bækurnar í 9. og 10. sæti: Svartar fígúrur og Hugarfjallið.

Í flokki íslenskra barna- og unglingabóka er efst á lista Talnapúkinn eftir Bergljótu Arnaldsdóttur. Þá kemur Ekkert að marka eftir Guðrúnu Helgadóttur og í 3. sæti bók Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, Bíttu á jaxlinn Binna mín.

Í bókaflokknum fræðirit, ævisögur, ritgerðir er bók Guðjóns Friðrikssonar Einar Benediktsson, ævisaga í 1. sæti. Í 2. sæti Annað Ísland eftir Guðjón Arngrímsson. Sálumessa syndara eftir Ingólf Margeirsson er í 3. sæti og í því 4. er bók Halldórs Laxness Af menningarástandi. Í flokknum þýddar skáldsögur er efst á lista bók Mary Higgins Clark, Láttu sem ekkert sé.

Í flokknum þýddar barna- og unglingabækur eru Áhyggjur Berts eftir Sören Olsson og Anders Jacobbson í efsta sæti.