BRESKIR fjölmiðlar greindu frá því í gær að Gianluca Vialli knattspyrnustjóri Chelsea hefði boðið Bolton 5 milljónir punda eða um 580 milljónir króna í Eið Smára Guðjohnsen.

BRESKIR fjölmiðlar greindu frá því í gær að Gianluca Vialli knattspyrnustjóri Chelsea hefði boðið Bolton 5 milljónir punda eða um 580 milljónir króna í Eið Smára Guðjohnsen.

Þetta er sama upphæð og Aston Villa bauð Bolton í Eið Smára fyrir nokkrum vikum en Sam Allardyce knattspyrnustjóri Bolton hafnaði því tilboði. Engin viðbrögð voru komin frá honum eða stjórnarmönnum Bolton í gærkvöld en eins og fram hefur komið var um það rætt fyrr í vikunni að Bolton ásældist Finnann unga, Mikael Forssell, hjá Chelsea og því væri möguleiki á að hann yrði látinn ganga upp í kaupin á Eiði Smára.

Vialli hefur hug á að yngja upp í leikmannahópi sínum fyrir næsta tímabil en Gianfranco Zola og George Weah, sem báðir eru komnir á fertugsaldurinn, fara líklega frá félaginu í sumar.

Vialli hefur því verið að leita að framherjum til að fylla þeirra skörð og er Eiður einn þeirra sem ítalski knattspyrnustjórinn vill fá.