ERIK Ribbeck, landsliðsþjálfari Þjóðverja, gerði sér lítið fyrir um helgina og lét aðstoðarmann sinn, Uli Stielike , hætta.
ERIK Ribbeck, landsliðsþjálfari Þjóðverja, gerði sér lítið fyrir um helgina og lét aðstoðarmann sinn, Uli Stielike , hætta. Ribbeck, sem mátt hefur þola mikla gagnrýni, var nóg boðið þega Stielike, þrátt fyrir marggefin loforð, gagnrýndi leikkerfi Ribbeck.

STIELIKE segir að enginn persónulegur ágreiningur hafi

verið milli þeirra heldur deildu þeir um leikaðferð liðsins og að þeir hafi skilið sem vinir.

HORST Hrubesch, fyrrum leikmaður Hamburger og landsliðsins og nú unglingaþjálfari hjá þýska knattspyrnusambandinu, verður að öllum líkindum aðstoðarmaður Ribbeck á Evrópumeistarmótinu í sumar.

LOTHAR Matthäus, fyrrverandi fyrirliði Bayern München, er afar ósáttur við ummæli Uli Hön ess, framkvæmdastjóra Bayern, um þá ákvörðun hans að fara til Bandaríkjanna og leika þar

knattspyrnu. "Þetta er vitlausasta ákvörðum sem Lothar hefur tekið á ferlinum" sagði Höness eftir að Bæjarar urðu bikarmeistarar í Berlín um sl. helgi með því að leggja Werder Bremen að velli, 3:0.

MATTHÜAUS segir yfirlýsingu Höness ógeðfellda. "Ég tók hárrétta ákvörðun, sem honum kemur ekki við. Mér dettur ekki í hug að fara að gefa út yfirlýsingar um hvað Höness geri í einkalífi sínu. Ég átta mig ekki á hvert hann er að fara," sagði sagði Matthüas.