INNHEIMTA ríkissjóðs á erfðafjárskatti hefur farið vaxandi á undanförnum árum en í fyrra voru innheimtar 598.635.700 kr. samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir það ár. Árið 1990 nam innheimta erfðafjárskatts aðeins 234.226.392 kr.

INNHEIMTA ríkissjóðs á erfðafjárskatti hefur farið vaxandi á undanförnum árum en í fyrra voru innheimtar 598.635.700 kr. samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir það ár. Árið 1990 nam innheimta erfðafjárskatts aðeins 234.226.392 kr. og ljóst að umtalsverð aukning hefur orðið á síðustu tíu árum.

Þessar upplýsingar koma fram í skriflegu svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Gunnars Birgissonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, en tölurnar byggjast á ríkisreikningi. Innheimta erfðafjárskatts hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum, var 598.635.700 kr. í fyrra, eins og áður segir, 523.077.489 kr. árið 1998, 478.681.813 kr. árið 1997, 460.064.441 kr. árið 1996 og 389.087.128 kr. árið 1995.