GEORGE W. Bush, ríkisstjóri í Texas, tryggði sér í gær stuðning Johns McCains öldungadeildarþingmanns sem hafði veitt honum harða keppni í forkosningum repúblikana vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember.

GEORGE W. Bush, ríkisstjóri í Texas, tryggði sér í gær stuðning Johns McCains öldungadeildarþingmanns sem hafði veitt honum harða keppni í forkosningum repúblikana vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þeir ræddust við undir fjögur augu í eina og hálfa klukkustund á hótelherbergi í Pittsburg og samþykktu að taka höndum saman til að tryggja að repúblikanar næðu forsetaembættinu af demókrötum.

"Ég styð Bush ríkisstjóra," sagði McCain og endurtók setninguna tvisvar þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði virst tregur til að lýsa yfir stuðningi við Bush.

McCain tók fram að hann vildi ekki vera varaforsetaefni repúblikana í kosningunum.