JAVIER Solana, sem fer með utanríkismál Evrópusambandsins, kvaðst í gær vera ánægður með framgöngu filippseyskra stjórnvalda í máli gísla sem hafa verið í haldi íslamskra uppreisnarmanna á Jolo-eyju í rúman hálfan mánuð.

JAVIER Solana, sem fer með utanríkismál Evrópusambandsins, kvaðst í gær vera ánægður með framgöngu filippseyskra stjórnvalda í máli gísla sem hafa verið í haldi íslamskra uppreisnarmanna á Jolo-eyju í rúman hálfan mánuð. Hann sagðist vongóður um að gíslarnir yrðu látnir lausir á næstunni.

Solana sagði eftir viðræður við ráðamenn í Manila að Joseph Estrada, forseti Filippseyja, hefði fullvissað sig um að stjórn landsins myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að tryggja öryggi gíslanna, sem eru 21 og frá sjö löndum.

"Við teljum að stjórnin taki rétt á vandamálinu og vonum að á næstu klukkustundum eða dögum berist okkur gleðilegar fréttir," sagði Solana.

Manila. Reuters.