Í dag er miðvikudagur 10. maí, 131. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Jesús segir við hann: "Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó."

Skipin

Reykjavíkurhöfn:

Í gær komu Akraberg, Cidade de Amarante og Oyra . Út fóru Selfoss og Dintelborg . Í dag eru væntanleg Helga II, Cuxhaven, Odincova og Hanseduo sem fer aftur samdægurs.

Fréttir

Safnaðarfélag Digraneskirkju: Aðalfundur verður haldinn í safnaðarheimilinu fimmtudaginn 11. maí kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál.

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sólvallagötu 48. Flóamarkaður og fataúthlutun miðvikudaga kl. 14-17, s. 5525277.

Bóksala félags kaþólskra leikmanna . Opin á Hávallagötu 14 kl. 17-18.

Mannamót

Árskógar 4. Kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar kl. 9-12, baðþjónusta, kl. 9-16.30 handavinna, kl. 11.45 matur, kl. 13-16.30 opin smíðastofan, kl. 13-16.30 spilað, kl. 15 kaffi.

Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8-13 hárgreiðsla, kl. 8.30-12.30 böðun, kl. 9-16 handavinna og fótaaðgerð, kl. 9-12 myndlist, kl. 9 kaffi, kl. 10-10.30 banki, kl. 11.15 matur, kl. 13-16.30 spilað, kl. 13-16 vefnaður, kl. 15 kaffi.

FAAS, Félag aðstandenda alzheimer-sjúklinga. Aðalfundur haldinn á Grand Hóteli í kvöld kl. 20. Á fundinn kemur Jón Snædal öldrunarlæknir og flytur erindi. Allir velkomnir.

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágr., Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin kl. 10-13. Matur í hádeginu. Söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. Upplýsingar á skrifstofu og í síma kl. 8-16 í síma 588 2111.

Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli. Línudans kl. 11. Föstud. og laugard. verður sýning á handverki eldri borgara í Hafnarfirði kl. 13-17.

Félagsstarf aldraðra, Bústaðakirkju. Opið hús í dag frá kl. 13.30-17.

Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Leikfimihópur 1 kl. 11.30-12.15, glerlist, hópur 3, kl. 13-16, opið hús kl. 13-16, kaffi. Spilakvöld 11. maí að Álftanesi.

Félag eldri borgara í Kópavogi, viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 16 til 17, s. 554 3438.

Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 hársnyrting, kl. 10-13 verslunin opin, kl. 11.30 matur, kl. 13 handavinna og föndur, kl. 13.30 enska, byrjendur, kl. 15 kaffi.

Gerðuberg. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 gamlir leikir og dansar. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 13.30 Tónhornið. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Mánud. 16. maí verður farið í heimsókn til Félags eldri borgara í Keflavík, handavinnusýning skoðuð. Skráning hafin. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 575 7720.

Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10-17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, húsið öllum opið, kl. 16 hringdansar, kl. 17 bobb og framsögn. Afmælisfagnaður 11. maí og hefst með dagskrá bókamenntaklúbbs Hana-nú kl. 14. Lesið úr ljóðum og leikskólabörn syngja nokkur lög. Vorsýning leikskólans opnuð sama dag. Eftir kaffihlé syngur kór Snælandsskóla. Öllum heimil þátttaka án endurgjalds.

Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.30 og kl. 10.15 leikfimi, fótaaðgerðastofan opin frá kl. 10-16, göngubrautin opin alla virka daga kl. 9-17. Handverkssýning eldri borgara í Kópavogi laugard. og sunnud. kl. 14-18. Sýnendur komi með muni fyrir kl. 17 föstud. 12. maí.

Hraunbær 105. Kl. 9-16.30 opin vinnustofa, bútasaumur, kl. 9-12 útskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 11-11.30 bankaþjónusta, kl. 11-12 spurt og spjallað, kl. 12 matur.

Hæðargarður 31. Kl. 9 kaffi, kl. 9-16.30 opin vinnustofa, myndlist/ postulínsmálun, kl. 9-16.30 fótaaðgerð, kl. 10.30 biblíulestur og bænastund, kl. 11.30 matur, kl. 15 kaffi. Vorsýning föstudag og laugardag kl. 13-17. Allir velkomnir.

Hvassaleiti 58-60. Kl. 9 jóga, böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla, keramik og tau- og silkimálun, kl. 11 sund í Grensáslaug, kl. 14 dans, kl. 15 teiknun og málun.

Norðurbrún 1. Kl. 9 Fótaaðgerðastofan opin, kl. 9-12.30 smíðastofan opin, kl. 9-16.30 opin vinnustofa, kl. 13-13.30 bankinn, félagsvist kl. 14, kaffi og verðlaun.

Skagfirska söngsveitin í Reykjavík heldur tónleika í Keflavíkurkirkju í kvöld kl. 20.30.

Vitatorg. Kl. 9-12 smiðjan og bókband, kl. 10-11, söngur með Sigríði, kl. 10-12 bútasaumur, kl. 9.30 bankaþjónusta Búnaðarbankinn, kl. 11.45 matur, kl. 13-16 handmennt, kl. 13 verslunarferð í Bónus, kl. 15 boccia, kl. 14.30 kaffi.

Vesturgata 7. Kl. 8.30-10.30 sund, kl. 9 kaffi, kl. 9 hárgreiðsla, fótaaðgerðir, kl. 11.45 matur, kl. 14.30 kaffi.

SVDK Hraunprýði. Hin árlega kaffi- og merkjasala verður á Hjallahrauni 9 á morgun, 11. maí, kl. 15-22. Merki afhent sölubörnum í Slysavarnahúsinu frá kl. 9. Móttaka á kökum og meðlæti frá kl. 9 sama dag.

Barðstrendingafélagið. Spilað í Konnakoti, Hverfisgötu 105, 2. hæð, í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir.

Húmanistahreyfingin. Fundir á fimmtudögum kl. 20.30 í hverfamiðstöð húmanista, Grettisgötu 46. Þátttaka er öllum opin.

(Jóh. 20.)

Höf.: (Jóh. 20.)