FRESTUR til að skila inn framboðum til bankaráðs hins nýja sameinaða banka Íslandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins rann út kl. 17 í gær. Kosið verður um sjö aðalmenn og jafnmarga til vara.

FRESTUR til að skila inn framboðum til bankaráðs hins nýja sameinaða banka Íslandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins rann út kl. 17 í gær. Kosið verður um sjö aðalmenn og jafnmarga til vara.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sækjast eftirfarandi átta einstaklingar eftir sæti í stjórn sem aðalmenn: Einar Sveinsson, Eyjólfur Sveinsson, Finnbogi Jónsson, Guðmundur H. Garðarsson, Helgi Magnússon, Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristján Ragnarsson og Orri Vigfússon.

Sömu heimildir herma að níu manns hafi skilað inn framboðum til varastjórnar hins sameinaða banka. Þeir eru: Bjarni Finnsson, Friðrik Jóhannsson, Guðmundur B. Ólafsson, Gunnar Felixson, Hjörleifur Jakobsson, Jón Ólafsson, Rannveig Rist, Sigurður Bessason og Örn Friðriksson.

Ákvæðið um framboðs- frest í samþykktum

Í tillögum að samþykktum hins nýja banka, sem bankaráð Íslandsbanka og FBA samþykktu sl. fimmtudag sem hluta af samrunagögnum, er þá reglu að finna að framboð til stjórnar sameinaðs banka verði að hafa borist í síðasta lagi þremur dögum fyrir aðalfund félagsins. Þetta ákvæði er sambærilegt því sem nú er í samþykktum Íslandsbanka.

Þó á stofnfundur sameinaðs banka eftir að leggja blessun sína yfir tillögurnar að samþykktum. Að sögn er ástæða setningar þessa ákvæðis sú að kosning í bankaráðið er margfeldiskosning. Framboð þurfa í slíkum tilvikum að liggja fyrir nokkru fyrir kosningar, til hagræðis við undirbúning þeirra.