Leikararnir úr Bráðavaktinni samankomnir.
Leikararnir úr Bráðavaktinni samankomnir.
BÚIÐ er að tryggja það að læknar og annað starfsfólk Bráðavaktarinnar verði áfram á skjánum allt til ársins 2004. Það er sjónvarpsstöðin NBC sem hefur gengið frá slíkum samningi við framleiðendur þáttanna sem fá nokkrar milljónir fyrir vikið.

BÚIÐ er að tryggja það að læknar og annað starfsfólk Bráðavaktarinnar verði áfram á skjánum allt til ársins 2004. Það er sjónvarpsstöðin NBC sem hefur gengið frá slíkum samningi við framleiðendur þáttanna sem fá nokkrar milljónir fyrir vikið. Þættirnir eru dýrustu dramaþættir sem sýndir hafa verið í sjónvarpi og kemst víst enginn þáttur með tærnar þar sem Bráðavaktin hefur hælana.

Samningurinn felur þó ekki í sér að leikarahópurinn sem nú starfar á Bráðavaktinni fylgi með í pakkanum. Þó er það nokkuð öruggt að Anthony Edwards og Eriq La Salle haldi áfram, a.m.k. í tvö ár í viðbót.