GRÍNARINN Steve Martin er að fara að gera þætti fyrir sjónvarp en hann var framleiðandi þáttanna Leo & Liz in Beverly Hills sem sýndir voru við litlar vinsældir árið 1986.

GRÍNARINN Steve Martin er að fara að gera þætti fyrir sjónvarp en hann var framleiðandi þáttanna Leo & Liz in Beverly Hills sem sýndir voru við litlar vinsældir árið 1986. Þekktustu þættir hans hétu The Smothers Brothers Comedy Hour og voru sýndir í sjónvarpi á sjöunda áratugnum.

Hann hefur nú stofnað í félagi við Joan Stein framleiðslufyrirtæki sem mun á næstunni taka að sér ýmis verkefni fyrir leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Fyrirtækið hefur gert samning við fyrirtækið Carsey-Werner sem á heiðurinn af þáttum á borð við That 70's Shows og Þriðji steinn frá sólu. "Ég er mjög spenntur yfir því að vinna með Carsey-Werner en ég er jafnvel enn spenntari yfir að vera ekki dauður," sagði hinn spaugsami Martin.