Þjóðverjar hafa tekið Netinu opnum örmum undanfarna mánuði en notkun hefur aukist um 50% á sex mánuðum, að því er fram kemur í könnun Gfk Online-Monitor. 15,9 milljónir Þjóðverja hafa aðgang að Netinu, þar af 21% heimila í landinu.
Þjóðverjar hafa tekið Netinu opnum örmum undanfarna mánuði en notkun hefur aukist um 50% á sex mánuðum, að því er fram kemur í könnun Gfk Online-Monitor. 15,9 milljónir Þjóðverja hafa aðgang að Netinu, þar af 21% heimila í landinu. Viðskipti á Netinu hafa náð traustri fótfestu í Þýskalandi en 20%, um 3,4 milljónir manna, segjast versla með þeim hætti. Bækur, geisladiskar, hugbúnaður, farsímar og skartgripir eru vinsælustu vörurnar sem keyptar eru. Vinsælasta vefsíðan í Þýskalandi er Yahoo.de, en 7,6 milljónir manna hafa notað síðuna undanfarna þrjá mánuði.