Í framtíðinni verður hægt að nota skó sem hljóðfæri og senda tölvupóst með penna, að því er fram kom á ráðstefnu Intel-fyrirtækisins.
Í framtíðinni verður hægt að nota skó sem hljóðfæri og senda tölvupóst með penna, að því er fram kom á ráðstefnu Intel-fyrirtækisins. Ekki er gert ráð fyrir að slíkar framleiðsluvörur rati í hillur verslana á næstunni - þær eru miklu fremur til marks um hve stafræn tækni er langt á veg komin og hægt er að koma slíkri tækni fyrir í hversdagslega hluti. David Tennenhouse framkvæmdastjóri rannsókna hjá Intel sagði á ráðstefnunni, sem haldin var fyrir skömmu, að meðal þeirra byltinga sem hægt sé að hugsa sér sé tölvupóstsendingar með penna. Hann segir líklegt að í framtíðinni verði komnir á markað pennar sem nemi það sem skrifað er og að hægt verði að senda upplýsingarnar frá þeim í tölvur eða síma.