Einn helsti vaxtarbroddurinn á Netinu undanfarin ár tengist ferðaþjónustu, en á síðasta ári pöntuðu 16,5 milljónir flugfar í gegnum Netið og 52,2 milljónir nýttu það til þess að skipuleggja ferðalagið sitt.

Einn helsti vaxtarbroddurinn á Netinu undanfarin ár tengist ferðaþjónustu, en á síðasta ári pöntuðu 16,5 milljónir flugfar í gegnum Netið og 52,2 milljónir nýttu það til þess að skipuleggja ferðalagið sitt. Þrátt fyrir sókn Evrópubúa hafa Bandaríkjamenn enn vinninginn þegar kemur að netferðum og -pöntunum, en ferðaþjónusta á Netinu þar í landi óx um 146% á síðasta ári. 16,5 milljónir Bandaríkjamann nýttu sér Netið til þess að panta gistingu eða ferðalag á síðasta ári en þeir voru 6,7 milljónir árið á undan, að því er fram kom í skoðanakönnun bandaríska ferðamálaráðsins. Sala á viðskiptaferðum hvers konar er einnig vaxandi atvinnugrein í Bandaríkjunum. Sala á slíkum ferðum í gegnum Netið nam 154 milljörðum árið 1998 en var um 455 milljarðar ísl. króna á síðasta ári.