HARALDUR Örn Ólafsson pólfari býst við að komast á norðurpólinn í kvöld, miðvikudagskvöld. Í gærmorgun átti hann aðeins 40 km eftir ófarna á pólinn og hugðist skipta þeirri vegalengd niður á tvo síðustu dagana.

HARALDUR Örn Ólafsson pólfari býst við að komast á norðurpólinn í kvöld, miðvikudagskvöld. Í gærmorgun átti hann aðeins 40 km eftir ófarna á pólinn og hugðist skipta þeirri vegalengd niður á tvo síðustu dagana. Hann hefur gengið um 20 km á dag að undanförnu og tekst enn á við úfna íshryggi og óhagstætt ísrek.

Una Björk Ómarsdóttir, unnusta Haralds, fór ásamt liðsmönnum bakvarðasveitar pólfarans utan í gær til að sækja Harald út á ísinn að lokinni göngunni. Búist er við heimkomu pólfarans á mánudag.

Áformað er að Davíð Oddsson forsætisráðherra taki við símtalinu frá Haraldi í kvöld þegar hann tilkynnir komu sína á pólinn.