HAGNAÐUR norska olíufyrirtækisins Statoil meira en tvöfaldaðist á fyrsta fjórðungi ársins.

HAGNAÐUR norska olíufyrirtækisins Statoil meira en tvöfaldaðist á fyrsta fjórðungi ársins. Fyrstu þrjá mánuðina í fyrra nam hagnaðurinn eftir skatta 716 milljónum norskra króna en í ár var hagnaðurinn 2,32 milljarðar norskra króna, hagnaður fyrir skatta var 7,87 milljarðar. Sölutekjur Statoil á tímabilinu jukust um 93% eða úr tæplega 26 milljörðum í fyrra í tæpa 50 milljarða norska króna nú. Olav Fjell, framkvæmdastjóri Statoil, segir að hækkandi verð fyrir olíu sé meginskýringin á betri afkomu nú en að framleiðslan hafi einnig aukist og tekist hafi að draga úr kostnaði. Statoil er alfarið í eigu norska ríkisins.

Osló, AFP.

Höf.: Osló, AFP