NORSKA handknattleiksliðið Sola hefur mikinn áhuga á að fá tvo leikmenn úr kvennaliði FH til liðs við sig fyrir næsta tímabil. Það eru Þórdís Brynjólfsdóttir og Drífa Skúladóttir, sem leikið hafa stór hlutverk með Hafnarfjarðarliðinu á undanförnum árum.

NORSKA handknattleiksliðið Sola hefur mikinn áhuga á að fá tvo leikmenn úr kvennaliði FH til liðs við sig fyrir næsta tímabil. Það eru Þórdís Brynjólfsdóttir og Drífa Skúladóttir, sem leikið hafa stór hlutverk með Hafnarfjarðarliðinu á undanförnum árum.

Norðmaðurinn Kjetil Ellertsen, nýbakaður Íslandsmeistari með Haukum, verður þjálfari Sola á næstu leiktíð og það var hann sem setti sig í samband við þær Þórdísi og Drífu á dögunum. Ellertsen hefur boðið þeim að koma út og kanna aðstæður hjá félaginu og ætla þær að þekkjast boðið á næstunni.

Sola hafnaði í 9. sæti af 12 liðum í norsku úrvalsdeildinni í vetur og er stefna forráðamanna félagsins að styrkja liðið verulega fyrir næsta tímabil.