GUNNAR Berg Viktorsson, leikmaður Fram, getur ekki gefið kost á sér í landsliðið í handknattleik vegna leikjanna við Makedóníu í byrjun júní. Gunnar Berg fór í speglun á vinstri öxl í gær og verður af þeim sökum að taka því rólega um tíma.

GUNNAR Berg Viktorsson, leikmaður Fram, getur ekki gefið kost á sér í landsliðið í handknattleik vegna leikjanna við Makedóníu í byrjun júní. Gunnar Berg fór í speglun á vinstri öxl í gær og verður af þeim sökum að taka því rólega um tíma. Gunnar varð fyrir hnjaski í þriðja úrslitaleik Fram og Hauka í úrslitum Íslandsmótsins á dögunum og þá tóku sig upp samskonar meiðsli og hrjáðu hann fyrir nokkrum misserum. Var öxl hans sprautuð fyrir fjórða og síðasta leikinn.

Gunnar var í landsliði Þorbjörns Jenssonar, landsliðsþjálfara, síðast þegar það kom saman og lék við Svía ytra í mars. Landsliðshópur Þorbjörns verður tilkynntur á fimmtudag. Leikirnir við Makedóníu eru liður í undankeppni heimsmeistarakeppninnar sem fram fer í Frakklandi í janúar nk. Sigurvegarinn úr leikjunum tveimur fer á HM.

Gunnar var ekki eini leikmaður Fram sem er á sjúkralista því önnur öxl félaga hans, Guðmundar Helga Pálssonar, var einnig spegluð í gær.