Listasafn Íslands ÞREMUR sýningum lýkur í Listasafni Íslands næstkomandi sunnudag; Þrír málarar á Þingvöllum, Ásgrímur Jónsson, Jóhannes S. Kjarval og Jón Stefánsson.

Listasafn Íslands

ÞREMUR sýningum lýkur í Listasafni Íslands næstkomandi sunnudag; Þrír málarar á Þingvöllum, Ásgrímur Jónsson, Jóhannes S. Kjarval og Jón Stefánsson. Fjöldi verka var fenginn að láni af þessu tilefni en þessir málarar hafa með túlkun sinni allir átt þátt í að opna augu manna fyrir fegurð og kynngi staðarins.; Listamenn 4. áratugarins, er sýning á verkum í eigu safnsins eftir þrjá expressjóníska málara, þá Jóhann Briem, Jón Engilberts og Snorra Arinbjarnar og ,,Annars vegar fólk og íslenskir fánar" verk eftir Birgi Andrésson.

Á sýningunum hefur verið reynt að varpa ljósi á nokkur svið íslenskrar myndlistar ásamt því að kynna verk starfandi listamanns.

Listasafn Íslands er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 11-17. Aðgangseyrir er 400 kr. alla daga nema miðvikudaga, en þá er aðgangur ókeypis.

Norræna húsið

Sýningin Terror 2000 lýkur á sunnudag. Það er Listamannahópurinn ROR Productions (Revolutions on Request) sem stendur að sýningunni.

Norræna húsið er opið kl. 12-17.