Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Benedikt Magnússon, formaður stjórnar Byggingarfélags námsmanna, undirrituðu samning um byggingu námsmannaíbúða og leikskóla í gær.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Benedikt Magnússon, formaður stjórnar Byggingarfélags námsmanna, undirrituðu samning um byggingu námsmannaíbúða og leikskóla í gær.
SAMNINGAR milli Reykjavíkurborgar og stjórnar Byggingarfélags námsmanna um byggingu fjölbýlishúsa fyrir námsmenn auk leikskóla voru undirritaðir í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur, að viðstöddum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, Þórði Krisleifssyni...

SAMNINGAR milli Reykjavíkurborgar og stjórnar Byggingarfélags námsmanna um byggingu fjölbýlishúsa fyrir námsmenn auk leikskóla voru undirritaðir í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur, að viðstöddum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, Þórði Krisleifssyni og Benedikt Magnússyni frá Byggingarfélagi námsmanna og Kristínu Blöndal formanni Leikskóla Reykjavíkur.

Byggingin mun rísa á lóð Sjómannaskólans við Háteigsveg.

Húsið verður tveggja hæða, með þrettán íbúðum auk fjögurra deilda leikskóla á fyrstu hæð.

Fyrirhugað er að byggingakostnaður íbúðanna verði 100 m.kr. Leikskólinn mun kosta um 105 m.kr.

Við undirritun samninganna í gær sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, að með byggingunni yrði langþráður draumur loksins að veruleika.

Björn H. Jóhannsson er arkitekt hússins.

Í þessum mánuði er stefnt að því að bjóða út byggingu hússins, fullfrágengins að utan með fullgerðum íbúðum ásamt sameiginlegri lóð, og eru áætluð verklok fyrir 15. maí 2001. Þá verði Leikskólinn jafnframt afhentur, tilbúinn undir tréverk. Ráðgert er að ljúka við innréttingar og frágang á lóð hans sumarið 2001.