MEÐALFISKNEYZLA á mann á Bretlandseyjum inni á heimilunum hefur dregizt nokkuð saman undanfarin ár. Á síðasta ári nam þessi neyzla um 144 grömmum á viku.
MEÐALFISKNEYZLA á mann á Bretlandseyjum inni á heimilunum hefur dregizt nokkuð saman undanfarin ár. Á síðasta ári nam þessi neyzla um 144 grömmum á viku. Mest varð þessi neyzla á síðustu árum, um 154 grömm árið 1996 en árið 1989 var neyzlan 147 grömm á dag. Hátt fiskverð er helzta skýringin á minnkandi neyzlu. Meðalútgjöld heimilanna á síðasta ári vegna sjávarafurða voru 96 krónur á mann á viku. Það er heldur meira en undanfarin ár en heildarútgjöld heimilanna vegna matvælakaupa lækkuðu að meðaltali um 4,72 krónur milli síðustu ára. Neyzla á síðasta ársfjórðungi síðasta árs minnkaði og fór niður í 134 grömm á mann, en hún var 145 grömm ársfjórðunginn þar á undan. Þetta er minnsta fiskneyzla á einum ársfjórðungi í sjö ár. Skýringin á mikilli neyzlu árið 1996 er kúafárið sem þá geisaði í Bretlandi./6