ÉG og maðurinn minn förum mikið í göngutúra um borgina og þó sérstaklega um Elliðarárdalinn. Okkur gjörsamlega blöskrar sóðaskapurinn í borginni okkar. Þegar við höfum verið að ganga í Elliðarárdalnum, höfum við tekið með okkur poka og tínt upp rusl.

ÉG og maðurinn minn förum mikið í göngutúra um borgina og þó sérstaklega um Elliðarárdalinn. Okkur gjörsamlega blöskrar sóðaskapurinn í borginni okkar. Þegar við höfum verið að ganga í Elliðarárdalnum, höfum við tekið með okkur poka og tínt upp rusl. Það eu reyndar allt of fáar ruslatunnur og langt á milli þeirra. Mér finnst ekkert tiltökumál fyrir fólk í göngu að hafa með sér poka og týna upp rusl af götum borgarinnar, þetta er bara góð hreyfing. Við höfum rekist á poka með hundaskít á víðavangi og finnst okkur það ekki nógu gott, að fólk skuli ekki setja pokana í ruslatunnur. Við höfum mörgum sinnum orðið vitni að því, að fólk er að flytja alls konar dót á kerrum upp í Sorpu, en dótið er illa varið og fýkur af kerrunum og um alla Ártúnsbrekkuna. Fólk þarf að taka höndum saman og þrífa upp rusl af götum borgarinnar. Einn dagur á ári er ekki nóg.

Rannveig.

Vinnubrögð sumra alþingismanna

ÉG verð að segja að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með vinnubrögð sumra alþingismanna. Ég hlustaði á umræðuna í sjónvarpinu 5. maí sl., um breytingu á lögum um staðfesta samvist. Þar töluðu tveir alþingismenn um að Norðurlöndin hefðu samþykkt þetta breytingarfrumvarp, en það er ekki rétt, það er bara Danmörk sem hefur samþykkt það. Einnig töluðu tveir alþingismenn um að þetta mál varðaði 1.000 börn. Samkvæmt hagstofu eru 57 staðfestar samvistir og þetta mál varðar einmitt þær og varla eru 1.000 börn í þessum 57 samvistum. Það hlýtur að vera mikilvægt að kynna sér málið vel svo að farið sé með rétt mál. Auk þess stakk það mig hve fáir tóku til máls í þessu mikilvæga máli.

Vigdís.

Dallas

VIÐ erum nokkrar vinkonur sem höfum hist á sunnudögum til að horfa á Dallas á Skjá einum. Við vildum gjarnan að þeir þættir kæmu aftur á dagskrá.

Hressar vinkonur.

Útlendingaeftirlitið

NÚ er Útlendingaeftirlitið orðið sjálfstæð stofnun. Ég hef verið að reyna að ná sambandi við þá stofnun fyrir erlendan vin minn, en eftir þessa breytingu virðist alveg sama hvenær sólarhringsins maður hringir, það er annaðhvort á tali eða svarar ekki.

Vestarr Lúðvíksson,

150843-3089.

Hárlos - skalli

FYRIR 22 árum missti ég mikið hár eftir barnsburð. Ég tók inn alls konar vítamín og reyndi flest það sem í boði var, en ekki kom hárið. Ég ákvað þá að reyna að sætta mig við þetta og hætti öllum tilraunum. Í október 1999 sá ég auglýsingu frá Appolo hárstudio um meðferð við hárlosi og skalla. Ég fór í viðtal og eftir það ákvað ég að reyna einu sinni enn. Ég hafði ekki miklar væntingar um árangur, en ástandið gat varla versnað. Um þetta leyti var ég með mjög mikið hárlos. Strax í byrjun meðferðar hætti hárlosið og nú 5 mánuðum síðar er komið mikið af nýju hári. Ég er mjög ánægð með árangurinn og get núna farið á mannamót eða bara út í rok án þess að hafa áhyggjur af hárinu (hárlosinu). Ég skrifa þetta bréf í þeim tilgangi að það geti gefið fólki sem á við svipað vandamál að stríða einhverja von.

Sigurbjörg.

Þakklæti til Mónu

MIG langar að senda starfsfólki Mónu í Hafnarfirði og þó sérstaklega til þeirra í afgreiðslunni fyrir að hafa verið svo yndislegt við son minn Arnar, 8 ára, 17. apríl sl.

Sumarkveðjur til ykkar allra.

Sólborg Sigurðardóttir.

Jar Jar og Anakin Skywalker töpuðust

STAR Wars karlarnir Jar Jar Bings og Anakin Skywalker hurfu sporlaust frá veitingastaðnum Pizza Hut við Bústaðaveg um kl. 19:30 sunnudagskvöldið 7. maí sl. Anakin er á við litla fingur að stærð en Jar Jar Bings helmingi hærri og auðþekktur á síðum eyrunum. Eigandi karlanna, 6 ára gamall drengur, gleymdi þeim á matarborðinu en þjónninn fann þá og lagði á borðið við peningakassann. Síðan hefur ekkert til þeirra spurst þrátt fyrir mikla leit. Eigandi karlanna og foreldrar hans biðja þá sem vita hvar karlarnir eru niðurkomnir að hafa samband í síma 588-1553 (heimasími), 581-4138 (Hörður) eða 569-1100 (María Hrönn) ellegar skila þeim til starfsfólks Pizza Hut á Bústaðavegi svo fjótt sem auðið er.

Kvengleraugu töpuðust

KVENGLERAUGU töpuðust um páskana í Reykjavík. Gleraugun eru í finni dökkri umgjörð. Upplýsingar í síma 567-3358 síðdegis.

Calvin Klein gallajakki tapaðist

CALVIN Klein gallajakki tapaðist sunnudaginn 30. apríl sl. á Skuggabarnum. Jakkans er sárt saknað af eigandanum. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 694-9848.

Seiko-úr týndist

SEIKO-úr týndist aðfaranótt sl. laugardags. Það er málmgrátt með málmól, sjálftrekkjandi með 24 tíma klukku. Inni í skífunni er rauð og blá lína sem sýnir dag og nótt. Skilvís finnandi hafi samband í síma 553-5088 eða 899-0777. Vegleg fundarlaun.

Læðu vantar heimili

3 MÁNAÐA læðu vantar heimili sem fyrst. Hún er afar falleg og vel upp alin. Upplýsingar hjá Illuga Jökulssyni í síma 551-7646.