Vegna fréttar sem birtist í Morgunblaðinu 26.
Vegna fréttar sem birtist í Morgunblaðinu 26. apríl síðastliðinn um að Bændasamtökin hafi til skoðunar að gera breytingar á skilmálum tryggingasamnings vegna nýfallins dóms Hæstaréttar, þar sem tryggingafélag taldist ekki skaðabótaskylt vegna alvarlegs vinnuslyss sem bóndi varð fyrir vill Jóhann Ólafsson, starfsmaður Bændasamtakanna, taka fram að umræddur bóndi hafi haft samband við Bændasamtökin og óskað eftir að því yrði komið á framfæri að hann hafi verið með slysatryggingu þegar slysið varð, en í áðurnefndri frétt er talið ólíklegt að svo hafi verið. Tryggingarupphæð mun hins vegar hafa verið svo lág að hún bætti engan veginn það tjón sem hann varð fyrir í umræddu vinnuslysi.