ULLARVINNSLAN í Þingborg og Listasafn Árnesinga efndu til samkeppni um gerð vettlinga og rennur skilafrestur út klukkan 18 fimmtudaginn 11. maí.

ULLARVINNSLAN í Þingborg og Listasafn Árnesinga efndu til samkeppni um gerð vettlinga og rennur skilafrestur út klukkan 18 fimmtudaginn 11. maí.

Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á fjölbreytni í gerð þessarar þarfaflíkur og halda handverki þeirra og sögu á lofti. Nú þegar hefur töluverður fjöldi vettlinga borist í keppnina og má búast við að þar kenni ýmissa grasa.

Laugardaginn 13. maí kl. 14 mun Katrín Andrésdóttir héraðsdýralæknir skýra frá niðurstöðum samkeppninnar og Lista- og byggðasafn Árnesinga veita viðurkenningar. Í sumar verður úrval vettlinganna til sýnis í Þingborg og síðar verður hugsanlega gefinn út bæklingur með ýmsum fróðleik um vettlinga.

Ullarvinnslan í Þingborg starfar í gömlu skólahúsi rétt við hringveginn í miðjum Flóanum austan við Selfoss og þar er einnig rekin verslun með ullarvörur og íslenskt handverk.