MARGRÉT Guðmundsdóttir málfræðingur flytur fyrirlestur í boði Íslenska málfræðifélagsins í dag, miðvikudaginn 10. maí kl. 20:30 í Skólabæ. Fyrirlesturinn nefnist: Málkunnáttufræði og málbreytingar. Hann er byggður á nýlegri M.A.

MARGRÉT Guðmundsdóttir málfræðingur flytur fyrirlestur í boði Íslenska málfræðifélagsins í dag, miðvikudaginn 10. maí kl. 20:30 í Skólabæ.

Fyrirlesturinn nefnist: Málkunnáttufræði og málbreytingar. Hann er byggður á nýlegri M.A.-ritgerð Margrétar þar sem hún veltir fyrir sér hvort og hvernig rannsóknir á málbreytingum rúmist innan málkunnáttufræðinnar.

Þar tengir hún saman annars vegar grundvallarsýn málkunnáttufræðinga á mál og málfræði og hins vegar málbreytingar og spyr t.d.: Hvernig getur málfræðin verið kunnátta í huga málnotandans og málbreyting tekið tvö hundruð ár? Svarsins leitar hún m.a. með því að taka hugtakið málbreyting til endurskoðunar og skilgreina merkingu þess með málkunnáttufræðina að leiðarljósi.

Margrét Guðmundsdóttir lauk B.A.-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 1989 og M.A.-prófi í íslenskri málfræði í febrúar 2000. Síðari ár hefur hún einkum unnið við prófarkalestur, málfarsráðgjöf og ritstjórn.