ÆTTFRÆÐIFÉLAGIÐ heldur almennan félagsfund í Skátasalnum á Snorrabraut 60 á fimmtudaginn 11. maí. Fyrirlesari er Guðjón Arngrímsson og mun hann tala um fólk af íslenskum uppruna í Vesturheimi. Fundurinn hefst kl. 20.30.

ÆTTFRÆÐIFÉLAGIÐ heldur almennan félagsfund í Skátasalnum á Snorrabraut 60 á fimmtudaginn 11. maí.

Fyrirlesari er Guðjón Arngrímsson og mun hann tala um fólk af íslenskum uppruna í Vesturheimi. Fundurinn hefst kl. 20.30. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir, félagsmenn sem aðrir. Hægt er að ganga í félagið á fundinum. Árgjaldið er 2.000 krónur. Innifalið í því er fréttabréf, 4-6 tölublöð á ári.