FORRÁÐAMENN þýsku handknattleiksliðanna Willstätt og Schutterwald tilkynntu á mánudag að liðin myndu sameinast. Þetta kemur mjög á óvart þar sem þessi lið eru miklir keppinautar og ekki mikil vinátta á milli áhangenda þessara liða.
FORRÁÐAMENN þýsku handknattleiksliðanna Willstätt og Schutterwald tilkynntu á mánudag að liðin myndu sameinast. Þetta kemur mjög á óvart þar sem þessi lið eru miklir keppinautar og ekki mikil vinátta á milli áhangenda þessara liða. En vegna lélegrar fjárhagsstöðu hafa forráðamenn liðanna borið klæði á vopnin og þessi tvö lið frá nágrannabæjum munu keppa undir einu nafni á næstu leiktíð. Schutterwald er þegar fallið í aðra deild og staða Willstätt er mjög erfið í næst neðsta sæti þar sem liðið er fjórum stigum á eftir Wuppertal þegar þrjár umferðir eru eftir.