Frá blaðamannafundinum, Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri tækni- og þróunarsviðs Frjálsra fjarskipta, Páll Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Frjálsra fjarskipta og Jón Þór Þórhallsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Netverks.
Frá blaðamannafundinum, Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri tækni- og þróunarsviðs Frjálsra fjarskipta, Páll Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Frjálsra fjarskipta og Jón Þór Þórhallsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Netverks.
FRJÁLS fjarskipti hf. eru með áform uppi um að gera Ísland að alþjóðlegri miðstöð GSM-fjarskipta í samstarfi við alþjóðlega fjarskiptafyrirtækið MintTelecom. Á blaðamannafundi sem Frjáls fjarskipti og Netverk hf.

FRJÁLS fjarskipti hf. eru með áform uppi um að gera Ísland að alþjóðlegri miðstöð GSM-fjarskipta í samstarfi við alþjóðlega fjarskiptafyrirtækið MintTelecom. Á blaðamannafundi sem Frjáls fjarskipti og Netverk hf. boðuðu til í gær kom fram að vegna þessa þurfa Frjáls fjarskipti að fá úthlutað 5 milljón símanúmerum með íslensku landsnúmeri, 354.

45 milljóna dollara fjárfestingar

Áformað er að Frjáls fjarskipti og MintTelecom verji 25 milljónum dollara, 1.925 milljónum íslenskra króna, í að setja upp slíka alþjóðamiðstöð hér á landi. Þá er áætluð fjárfesting vegna uppsetningar á GSM-farsímakerfi innanlands um 20 milljónir dollara. Samtals er því gert ráð fyrir fjárfestingum að fjárhæð allt að 45 milljónir dollara, 3,5 milljarðar íslenskra króna. Farsímaþjónusta MintTelecom verður þá um Ísland. Um verður að ræða GSM-fjarskipti innan Evrópu og milli Evrópu og Norður-Ameríku. Jafnframt er gert ráð fyrir að internetþjónusta MintTelecom verði um internetþjónustu Frjálsra fjarskipta, Heimsnet hf.

Hugbúnaður frá Netverki til gagnaflutninga um GSM-kerfi

Frjáls fjarskipti og Netverk hafa undirritað samning um notkun FoneStar í GSM-farsímum á vegum MintTelecom. FoneStar er hugbúnaður frá Netverki. Fram kom á fundinum að FoneStar geri notendum kleift að senda gögn úr fartölvum í gegnum GSM-farsíma, þráðlaust. Þá kom fram að hugbúnaðurinn geti stytt sendingartímann allt að sexfalt og dregið þannig úr kostnaði við gagnaflutninga. Hugbúnaður Netverks verður hluti af þeirri þjónustu sem MintTelecom mun bjóða viðskiptavinum sínum um allan heim.

Frjáls fjarskipti hafa sótt um rekstrarleyfi á DCS 1800 farsímakerfi til Póst- & fjarskiptastofnunar, en því hefur ekki verið úthlutað.