Bergur Elías Ágústsson , rekstrarstjóri Skagstrendings hf. á Seyðisfirði, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Nasco ehf. Bergur er fæddur í Vestmannaeyjum 7. júlí 1963.
Bergur Elías Ágústsson , rekstrarstjóri Skagstrendings hf. á Seyðisfirði, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Nasco ehf.

Bergur er fæddur í Vestmannaeyjum 7. júlí 1963. Hann lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskóla Vestmannaeyja árið 1985 og prófi í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum í Tromsö árið 1992. Sama ár hóf hann störf hjá hagfræðideild Norsku sjávarútvegsstofnunarinnar. Frá árinu 1997 hefur Bergur starfað sem rekstrarstjóri landvinnslu Skagstrendings hf. á Seyðisfirði.

Sambýliskona Bergs er Bryndís Sigurðardóttir og eiga þau saman einn son. Einnig á Bergur tvær dætur frá fyrra hjónabandi.