VERKFALL hefur verið boðað í síldarverksmiðjum frá og með 16. maí næstkomandi ef ekki takast samningar fyrir þann tíma. Annars vegar er um að ræða fjórar loðnubræðslur á Austfjörðum sem Alþýðusamband Austurlands hefur samningsumboð fyrir, þ.e.

VERKFALL hefur verið boðað í síldarverksmiðjum frá og með 16. maí næstkomandi ef ekki takast samningar fyrir þann tíma.

Annars vegar er um að ræða fjórar loðnubræðslur á Austfjörðum sem Alþýðusamband Austurlands hefur samningsumboð fyrir, þ.e. á Vopnafirði, Eskifirði, Djúpavogi og í Neskaupstað, og hins vegar er um að ræða síldarverksmiðjur SR-mjöls á Siglufirði, Raufarhöfn og Seyðisfirði.

Verkfallið tekur til beggja hópanna og hefur ríkissáttasemjari boðað sáttafund með fyrrnefnda hópnum á Egilsstöðum á morgun, fimmtudag, en fundur með hinum hópnum hefur ekki verið tímasettur.