STUTTMYNDAKEPPNI grunnskóla í Reykjavík, Taka 2000, verður haldin í dag, miðvikudag, kl. 15 í kvikmyndasal Austurbæjarskóla. Keppt er í aldursflokkum 10-12 ára og 13-16 ára. Veitt eru verðlaun fyrir 1.-3.

STUTTMYNDAKEPPNI grunnskóla í Reykjavík, Taka 2000, verður haldin í dag, miðvikudag, kl. 15 í kvikmyndasal Austurbæjarskóla.

Keppt er í aldursflokkum 10-12 ára og 13-16 ára. Veitt eru verðlaun fyrir 1.-3. sæti og fær besta mynd í hvorum flokki klapptré með nöfnum sigurvegaranna. Pálmi Sigurhjartarson tónlistarmaður afhendir verðlaunin, en hann átti bestu myndina fyrir 20 árum. Auk þess eru veitt sérstök viðurkenning fyrir einhvern einn þátt kvikmyndagerðar sem er áberandi góður.

Alls hafa um 26 myndir borist í keppnina og eru það mun fleiri myndir en áður.

Keppnin er á vegum ÍTR og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Allir áhugamenn um kvikmyndir eru velkomnir.