Bridsfélag Reykjavíkur Föstudaginn 22. september var spilaður eins kvölds tvímenningur með Monrad-barómeter sniði. Spilaðar voru 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Efstu pör voru: Soffía Daníelsd. - Jón Stefánss. +79 Júlíus Snorras. - Eiður Júlíuss.

Bridsfélag Reykjavíkur

Föstudaginn 22. september var spilaður eins kvölds tvímenningur með Monrad-barómeter sniði. Spilaðar voru 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Efstu pör voru:

Soffía Daníelsd. - Jón Stefánss.+79

Júlíus Snorras. - Eiður Júlíuss.+75

Gylfi Baldurss. - Steinberg Ríkarðss.+64

Eggert Bergss. - Þórður Sigfúss.+51

Gísli Steingrímss. - Erlendur Jónss.+44

Erlingur Sverriss. - Unnar A. Guðm.s.+41

Að tvímenningnum loknum var spiluð miðnætursveitakeppni. 7 sveitir spiluðu 3 umferðir eftir Monrad-fyrirkomulagi. Sveitir Sigfúsar Þórðarsonar og Baldur Bjartmarssonar spiluðu hreinan úrslitaleik í síðustu umferðinni og fór sveit Baldurs með sigur af hólmi 17-13 og vann alls með 58 stig. Sveit Sigfúsar varð önnur með 54 og í þriðja sæti varð sveit Soffíu Daníelsdóttur. Með Baldri spiluðu: Guðlaugur Sveinsson, Erlendur Jónsson, Eiður Júlíusson og Júlíus Snorrason.

Á föstudagskvöldum BR eru spilaðir eins kvölds tölvureiknaður tvímenningur með forgefnum spilum. Spilaðir eru til skiptis Monrad-barómeter og Mitchell-tvímenningar. Spilamennska hefst kl. 19 og að loknum tvímenningnum er boðið upp á 3 umferða miðnætursveitakeppni þar sem umferðin kostar 100 krónur á spilara. Keppnisstjóri á föstudögum er Sigurbjörn Haraldsson. Hann tekur vel á móti öllum pörum sem og þeim spilurum sem koma stakir í leit að spilafélaga.