Ísilagðir X18-skór í forgrunni tískusýningarinnar á heimssýningunni.
Ísilagðir X18-skór í forgrunni tískusýningarinnar á heimssýningunni.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÞAÐ skyldi þó ekki vera að þýski rannsóknarlögreglumaðurinn klóki Derrick eigi eftir að klæðast íslenskum skóm er hann leysir hvert flókna morðmálið á fætur öðru í framtíðinni.

ÞAÐ skyldi þó ekki vera að þýski rannsóknarlögreglumaðurinn klóki Derrick eigi eftir að klæðast íslenskum skóm er hann leysir hvert flókna morðmálið á fætur öðru í framtíðinni. Í það minnsta eru landar hans ginnkeyptir fyrir íslenskri skóframleiðslu X18 sem unnið hefur verið hörðum höndum við að markaðssetja á erlendri grundu með góðum og arðbærum árangri. Íslenska skóframleiðslan var sýnd og seld á tveimur stöðum í Þýsklandi - annars vegar í tengslum við íslenska básinn á heimssýningunni í Hannover og hinsvegar á stórri árlegri skósýningu í Düsseldorf. Þar tókst að selja skó fyrir um 200 milljónir króna eða um 100.000 skó merkta X18 - Reykjavik.

Mikið var lagt upp úr því að kynna varninginn á sem frumlegastan máta og var meðal annars tekið upp á því að sýna skó sem frystir höfðu verið í ís - einkar táknræn tilvísun í uppruna skónna. Hjörtur og félagar tóku sig síðan til og skáru ísinn út af listfengi. Þessu til viðbótar var haldin skemmtileg tískusýning í samvinnu við Eskimo models þar sem íslenskar fyrirsætur sýndu það nýjasta í íslenskri skótísku.