NÁMSKEIÐ í þekkingarstjórnun verður haldið í Gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu í Reykjavík mánudaginn 16. október og þriðjudaginn 17. október. Námskeiðið er öllum opið.

NÁMSKEIÐ í þekkingarstjórnun verður haldið í Gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu í Reykjavík mánudaginn 16. október og þriðjudaginn 17. október. Námskeiðið er öllum opið.

Á námskeiðinu verður rætt um leiðir til að afla þekkingar og miðla henni markvisst áfram á vinnustað. Helstu hugtök verða skýrð; formleg þekking og óformleg þekking, þekkingarsögur, þekkingarstarfsmaðurinn og starf þekkingarstjóra fyrirtækis. Þekkingarstjórnun er kjörinn samstarfsvettvangur háskóla og atvinnulífs og verður farið í það atriði. Tengsl þekkingarstjórnunar við gæðastjórnun og starfsmannahald eru sérstök viðfangsefni. Sýnt verður myndband sem fjallar um þetta efni. Hlutverk þekkingarstjórnunar á Íslandi er sérstakt viðfangsefni, segir í fréttatilkynningu.

Skipulag og skjöl ehf. standa fyrir námskeiðinu. Sigmar Þormar MA kennir. Nánari upplýsingar fást með því að kíkja á heimasíðuna www.skjalastjornun.is

Námskeiðsgögn ásamt kaffi og meðlæti báða dagana eru innifalin í gjaldi. Notast er við tölvuskjávarpa til kennslu, segir í tilkynningunni.