STOKE City varð fyrir áfalli í heimaleik sínum gegn Rotherham í ensku 2. deildinni um helgina. Sóknarmaðurinn Marvin Robinson, sem er í láni frá Derby, tvífótbrotnaði og leikur því ekki meira með á þessu tímabili.
STOKE City varð fyrir áfalli í heimaleik sínum gegn Rotherham í ensku 2. deildinni um helgina. Sóknarmaðurinn Marvin Robinson, sem er í láni frá Derby, tvífótbrotnaði og leikur því ekki meira með á þessu tímabili. Brynjar Björn Gunnarsson og Bjarni Guðjónsson léku allan leikinn en Stefán Þórðarson aðeins fyrri hálfleikinn vegna meiðsla. Það var varamaðurinn Peter Thorne sem tryggði Stoke annað stigið en hann jafnaði metin 9 mínútum fyrir leikslok en úrslitin voru Stoke vonbrigði og er liðið í 10. sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Walsall.