Hafnarfjarðarkirkja
Hafnarfjarðarkirkja
3. OKTÓBER hefst námskeið á vegum Hafnarfjarðarkirkju þar sem fjallað verður um margvíslegar nýjar trúarhreyfingar sem orðið hafa til á undanförnum 200 árum eða svo. Hefur þetta námskeið verið haldið einu sinni fyrr við mikla aðsókn.

3. OKTÓBER hefst námskeið á vegum Hafnarfjarðarkirkju þar sem fjallað verður um margvíslegar nýjar trúarhreyfingar sem orðið hafa til á undanförnum 200 árum eða svo. Hefur þetta námskeið verið haldið einu sinni fyrr við mikla aðsókn. Á námskeiðinu verður skoðað hvað nýtrúarhreyfing er, hvað það er sem einkennir slíkar hreyfingar og hvernig hægt er að flokka þær niður eftir uppruna og kenningum. Einnig verða kenningar ýmissa trúarhreyfinga bornar saman við kenningar kristinnar trúar en margvíslegar nýtrúarhreyfingar verða skoðaðar. Einnig er leitast við að skilgreina þær trúarhugmyndir sem tengjast fleiri en einni trúarhreyfingu en hafa ólíka merkingu hjá mismunandi hreyfingum. Þær nýtrúarhreyfingar og kenningar sem kannaðar verða á námskeiðinu eru jóga, spíritismi, vísindakirkjan, vottar Jehóva, moonismi, endurholdgun, stjörnuspeki, "brain-mind-cult" (sértrúarhópar er stunda heilaþvott), nýöld, dulspeki og djöfladýrkunarhópar.

Námskeiðið tekur þrjú kvöld. Leiðbeinandi er sr. Þórhallur Heimisson. Skráning fer fram á námskeiðið alla virka daga frá kl.10-16 í símum Hafnarfjarðarkirkju.

Kyrrðarstundir í Grafarvogskirkju

Á HVERJUM miðvikudegi í vetur verða kyrrðarstundir í nývígðri kapellu Grafarvogskirkju og hefjast þær kl. 12 með fyrirbænum og altarisgöngu. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Prestar, starfsfólk og sóknarnefnd.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir.

Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Samverustund eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bænastund, kaffiveitingar og samræður.

Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12.

Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir í dag kl. 18.

Langholtskirkja. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12-12.30. Orgelleikur og sálmasöngur. Eftir kyrrðarstundina er létt máltíð í boði safnaðarheimili kirkjunnar. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 11-16. Kaffisopi, spjall, heilsupistill, létt hreyfing, slökun og kristin íhugun. Við göngum til bænagjörðar í kirkjunni kl. 12. Að henni lokinni er sameinast yfir kærleiksmáltíð (kr. 500). Síðan er spilað, hlustað á upplestur eða málað á dúka og keramik. Eldri borgurum sem komast ekki að öðrum kosti til kirkjunnar er boðið upp á akstur að heiman og heim þeim að kostnaðarlausu. Hafið samband við Svölu Sigríði Thomsen djákna í síma 520-1314.

Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar (6-7 ára) kl. 14.30. Fermingarfræðslan hefst kl. 19.15. Unglingakvöld Laugarneskirkju, Þróttheima og Blómavals kl. 20. (8. bekkur).

Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Halldór Reynisson.

Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur málsverður á eftir í safnaðarheimilinu.

Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldraðra. Opið hús í dag kl. 13-16. Handmennt, spjall og spil. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins.

Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15.

Digraneskirkja. Æskulýðsstarf KFUM&K og Digraneskirkju kl. 20.

Fella- og Hólakirkja . Kyrrðar- og bænastund kl. 12 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur djákna. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið frá kl. 12. Kl. 12.10-12.25 er helgistund þar sem m.a. þakkar- og bænarefni eru lögð fram fyrir Guð. Eftir stundina í kirkjunni er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Samvera fyrir fullorðna (opið hús) er svo í framhaldinu til kl. 15. Keyrsla til og frá kirkju stendur til boða fyrir þá sem þurfa. Þeir láti vita í síma 557-3280 fyrir kl. 10 á miðvikudagsmorgnum. Þakkar- og fyrirbænaefnum má koma til presta, djákna og annarra starfsmanna kirkjunnar. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30.

Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9-12 ára í dag kl. 16.30-17.30. Kirkjukrakkar í Engjaskóla kl. 18-19.

Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.

Kópavogskirkja. Samvera 8-9 ára barna í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðarheimilinu Borgum. TTT-samvera 10-12 ára barna í dag kl. 17.45-18.45 í safnaðarheimilinu Borgum.

Seljakirkja . Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567-0110.

Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi.

Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Hugleiðing, altarisganga, fyrirbænir, léttur málsverður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi kl.13. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir.

Boðunarkirkjan. Í kvöld kl. 20 heldur áfram námskeið þar sem dr. Steinþór Þórðarson mun kenna þátttakendum að merkja biblíuna og hvernig á að leita í henni. Eftir slíkt námskeið verður biblían aðgengilegri og aðveldara að fletta upp í henni. Efni kvöldsins er: Biblían, orð guðs. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur kostar ekkert.

Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 20-22 opið hús í KFUM&K húsinu. Helga Jóhanna mætir með skátahattinn.

Hvalsneskirkja. Safnaðarheimilið í Sandgerði . Fundur með foreldrum fermingarbarna í Sandgerði kl. 20.30.

Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fyrsta spilakvöld þessa hausts verður fimmtudagskvöld kl. 20 og verður sem fyrr í samvinnu við Lionsmenn í Njarðvík. Baldur Rafn Sigurðsson.

Hólaneskirkja, Skagaströnd. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18.