FRAMMISTAÐA Stoke gegn Charlton í enska deildabikarnum í knattspyrnu vakti mikla athygli enskra fjölmiðla í gærkvöld. Stoke, sem er í 10. sæti 2. deildar, sló út Charlton, sem er í 5. sæti úrvalsdeildar.

FRAMMISTAÐA Stoke gegn Charlton í enska deildabikarnum í knattspyrnu vakti mikla athygli enskra fjölmiðla í gærkvöld. Stoke, sem er í 10. sæti 2. deildar, sló út Charlton, sem er í 5. sæti úrvalsdeildar. Charlton vann, 4:3, en Stoke fór áfram á mörkum á útivelli eftir að hafa unnið fyrri leikinn, 2:1.

"Ég hélt að þetta væri búið þegar við lentum 3:1 undir og misstum mann af velli en mínir menn sýndu frábæran "karakter" og mikla snilli við að vinna þann mun upp. Við erum á leið í rétta átt og þetta gefur okkur mikið sjálfstraust," sagði Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke, við Sky Sports.