Varnarmálaráðherrar Kóreuríkjanna tveggja náðu samkomulagi um að herir landanna ynnu saman að því að leggja járnbraut og veg yfir landamæri ríkjanna á þriggja daga fundi sem lauk í gær.

Varnarmálaráðherrar Kóreuríkjanna tveggja náðu samkomulagi um að herir landanna ynnu saman að því að leggja járnbraut og veg yfir landamæri ríkjanna á þriggja daga fundi sem lauk í gær. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdunum ljúki eftir ár og ráðherrarnir lofuðu meðal annars samstarfi við að fjarlægja jarðsprengjur af landamærunum. Áætlað er að milljón jarðsprengna hafi verið lögð á fjögurra km breiðu belti við landamærin.

Ráðherrarnir samþykktu einnig að halda áfram viðræðum um leiðir til að draga úr hernaðarlegri spennu á Kóreuskaga. Þetta var fyrsti fundur varnarmálaráðherra ríkjanna tveggja í hálfa öld. Ráðherrarnir eru hér á göngu nálægt fundarstaðnum á suður-kóresku eynni Cheju.